Þjónusta og reynsla í hæsta gæðaflokki
Frá Skuld til spánar

Ég er ættaður frá Skuld á Akranesi og stofnaði til eigin reksturs með fasteignasölunni Lögheimili árið 2007. Fyrst um sinn var starfsstöð Lögheimilis eingöngu í Reykjavík, en árið 2017 stofnaði ég einnig útibú á Akranesi.
Ég hef allan tíman verið framkvæmdastjóri fasteignasölunnar og ábyrgðaraðili frá því ég sótti sjálfur löggildingu sem fasteignasali.
Kaflaskipti urðu svo í apríl 2023 þegar ég seldi reksturinn. Ég starfaði þó með núverandi eigendum til loka árs 2024 til að tryggja farsæla og hnökralausa yfirfærslu verkefna.
Nú taka við ný ævintýri, bæði á Spáni og Íslandi þar sem ég held áfram að aðstoða áhugasama og trygga viðskiptavini við sölu fasteigna og við að finna góðar fasteignir til kaups eða leigu.