Heimir Bergmann
Ég er löggiltur fasteignasali og hef á farsælum ferli mínum starfað við fasteignasölu og ráðgjöf allt frá árinu 2006
Ég er ættaður frá Skuld á Akranesi og stofnaði til eigin reksturs með fasteignasölunni Lögheimili árið 2007. Fyrst um sinn var starfsstöð Lögheimilis eingöngu í Reykjavík, en árið 2017 stofnaði ég einnig útibú á Akranesi.
Ég hef allan tíman verið framkvæmdastjóri fasteignasölunnar og ábyrgðaraðili frá því ég sótti sjálfur löggildingu sem fasteignasali.
Kaflaskipti urðu svo í apríl 2023 þegar ég seldi reksturinn. Ég starfaði þó með núverandi eigendum til loka árs 2024 til að tryggja farsæla og hnökralausa yfirfærslu verkefna.
Nú taka við ný ævintýri, bæði á Spáni og Íslandi þar sem ég held áfram að aðstoða áhugasama og trygga viðskiptavini við sölu fasteigna og við að finna góðar fasteignir til kaups eða leigu.
Ég aðstoða fasteignaeigendur bæði á Íslandi og Spáni hvort sem það stendur til að selja, kaupa eða leigja fasteign. Ég er búsettur bæði heima á Íslandi og á Suður Costa Blanca á Spáni og er í samstarfi við góða fasteignasala á báðum stöðum.